Brynhildur sýnir í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn
by brynhildur • June 8, 2014 • Uncategorized
Sumarsýning í Norðurlandahúsinu opnar á menningarnótt 6.júní og stendur til sunnudagsins 24.ágúst
GLER
Sandur, sódi og kalk. Búið til úr sandi, sóda og kalki; siliciumoxid, aluminiumoxid, magnesiumoxid, calciumoxid, natriumoxid og kaliumoxid. Ólífrænt súrefni sem er hitað, brætt , brotið, hreinsað,jafnað,kælt, storknar og verður að gleri.
Gler. Þetta flókna formlausa efni sem hefur verið formað til í meira en 5000 ár með sinni efnafræðilegu samsetningu, sinni sögu, sínu heita mekkanisma og ljósfræðilegu eiginleikum. Með þessum hætti fer ljósið ómengað í gegnum glerið með sínum styrk og breytileika, með sinni einstöku fegurð og óendalega notagildi hefur glerið fengið fastan sess í listinni.
Á sumarsýningunni 2014 er gler sem hráefni í listinni í aðalhlutverki. Sýningin gefur okkur tækifæri til að upplifa möguleikana sem eru í glerinu þegar það hefur verið í höndunum á Tróndi Patursson (FO), Brynhildur Thorgeirsdóttir (IS), Pipaluk Lake (DK), Kristiina Uslar (EE), Outi Turpeinen (FI), Onnu Viktoriu Norberg (SE) og Brandi Patursson (FO). Sjö listamenn frá norðurlöndunum og baltnesku löndunum sem hafa glerið sameiginlegt. Sjö listamenn sem vinna með og á móti þeim eiginleikum sem glerið hefur og nota þetta magnaða efni hver á sinn hátt.
Hér er meira um sýninguna
http://listinblog.blogspot.