• Íslenskir skúlptúrar í sjálfbærasta umhverfi Norðurlanda

    by  • September 11, 2013 • Uncategorized

    Í samvinnu bæjarfélagsins Alingsås og sendiráðs Íslands í Stokkhólmi er orðið til nýtt útilistaverk í Träffpunkt Stadsskogen, nýrri og einstakri hverfismiðstöð með sjálfbærni að leiðarljósi.

    Vígsluathöfn verður haldin þann 28. ágúst og hefst kl 10:30 f.h. Skólabörn úr hverfinu unnu að verkinu með listakonunni Brynhildi Þorgeirsdóttur.

    Skúlptúrar sem falla inn í umhverfið

    Á þeim meginforsendum að listaverkin í Träffpunkt Stadsskogen skyldu staðsett undir berum himni og falla að megininntakinu „borg og náttúra” var Brynhildur Þorgeirsdóttir fengin til verksins. Britta Malmberg, yfirmaður Menningar- og tómstundasviðs Alingsåsbæjar, er afar ánægð með árangurinn:

    – Þessi nýju verk eru einstök í sinni röð og ljá svæðinu dularfullt andrúmsloft, nákvæmlega eins og við óskuðum eftir, segir Britta Malmberg.

    Verkið „MYNDHEIMUR – landslagsinnsetning“ samanstendur af þremur skúlptúrum, ásamt 23 litlum “Krakkasteinum”.

    -Mér var strax ljóst að hér ætti að gera landslagsinnsetningu, ekki eina staka höggmynd, segir Brynhildur Þorgeirsdóttir, eftir að hafa kannað aðstæður í Stadsskogen, en verkin voru síðan unnin heima á Íslandi – öll nema eitt, sem hún gerði á staðnum í samvinnu við nemendur í grunnskólanum í Stadsskogen.

    Skólabörn unnu með listakonunni

    Í maí á þessu ári lögðu nemendur annars bekkjar sinn skerf til verksins með litlum steinum sandsteyptum í steinsteypu. Hver þessara steina hefur sitt sérstaka form og geymir persónulegan hlut sem viðkomandi barn valdi, en auk hans sérstakan stein sem þeim var færður frá Íslandi. Brynhildur hefur unnið mikið með börnum og telur það afar jákvætt að nemendurnir skyldu taka þátt; það veki ábyrgðartilfinningu og stuðli vonandi að aukinni virðingu fyrir list í opinberu rými.

    „Krakkasteinunum” hefur verið komið fyrir á skólalóðinni og þeir mynda mikilvægan þátt í landslagsinnsetningunni. Önnur verk eru „Móðursteinn” sem er unninn inn í klettabelti við inngang grunnskólans, „Fjall”, 280 sm hár skúlptúr staðsettur við göngustíg við hliðina á leikvelli, og þriðja verkið, „Vatnssteinarnir“, samanstendur af þremur einingum sem minna á eldfjöll og úr þeim streymir vatn með mismunandi hætti; tjörn, straumur og foss. „Vatnssteinarnir“ eru staðsettirí tjörn(200×600 sm) á torginu framan við félagsmiðstöðina.

    UmTräffpunkt Stadsskogen

    Torgið, skólinn og félagsmiðstöðin mynda kjarnann í Träffpunkt Stadsskogen. Báðar byggingarnar eru reistar með sjálfbærni að leiðarljósi og skólahúsið er það fyrsta á Norðurlöndum sem flokkað er sem sjálfbært í orkunýtingu – það framleiðir jafnmikla orku og það eyðir. Hverfismiðstöðin byggir á sömu grundvallarhugsuninni. Listaverkin, sem eru í senn tengd náttúrunni og sköpuð af mannahöndum, stuðla þannig að því að Träffpunkt Stadsskogen styrki ímynd hins nýja hverfis sem lærdómsseturs og jafnframt snertiflatar borgar og náttúru.

    Träffpunkt Stadsskogener eitt umfangsmesta umhverfisverkefni í Alingsås, sem er í forystusveit á sviði sjálfbærni, jafnt í vistfræðilegutilliti sem félagslegu og efnahagslegu. Bæjarstjórnin samþykkti ýtarlega þróunaráætlun Träffpunkt Stadsskogenárið 2009. Yfirlýst meginmarkmið var að Träffpunkt Stadsskogenyrði „sjálfbær fundarstaður lífs, hreyfingar og lærdóms“.Hin nýja félagsmiðstöð tengist stefnuskrá bæjarstjórnarinnar, Sýn 2019, þar sem því er m.a. lýst yfir að Alingsås ætti að fjárfesta í sjálfbærni og lífsgæðum. Fasteignafélag borgarinnar, Fabs AB, hafði umsjón með hönnun Träffpunkt Stadsskogen.

    Vígsluathöfninog opinber afhjúpun verksins

    Þann 28. ágúst fer fram vígsla Träffpunkt Stadsskogen í Alingsås. Orkumálaráðherra Anna-Karin Hatt verður meðal þátttakenda í athöfninni, og það er ekki tilviljun að ráðherra þessa málaflokks verður viðstaddur –sjálfbærni og skynsamleg orkunýting eru megineinkenni miðstöðvarinnar.

    Í tengslum við vígsluna fer einnig fram opinber afhjúpun verksins MYNDHEIMUR– landslagsinnsetning eftir íslensku listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur. Sendiráð Íslands í Stokkhólmi styrkti verkefnið og sendiherrann Gunnar Gunnarsson og Christina Nilroth, ræðismaður Íslands í Gautaborg,taka þátt í athöfninni.
    https://alingsas.se/uppleva-gora/alingsas-konsthall/konst-i-det-offentliga-rummet